Skip to main content
Fréttir

LIFANDI LAUGARDAGUR: ÁHRF FRÆÐSLU Á VIÐHORF KENNAR TIL HINSEGIN FÓLKS

By 28. september, 2007No Comments

Kristín Elva Viðarsdóttir fjallar um mastersriterð sína frá KHÍ árið 2006. Leiðbeinendurhennar  voru dr. Sif Einarsdóttir og dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir.

Markmið verkefnisins var að skoða hvort að skipulögð fræðsla fyrir kennara leiði til jákvæðari viðhorfa þeirra til hinsegin fólks. Þátttakendur voru starfandi kennarar og leiðbeinendur í grunnskólum. Þeir svöruðu spurningalistum sem meta áttu viðhorf þeirra til hinsegin fólks sem og þekkingu þeirra á þessum málaflokki. Helmingur þeirra fékk síðan skipulagða fræðslu um málefni hinsegin fólks. Í ljós kom að þekking þeirra kennara sem fengu fræðsluna jókst og að sama skapi urðu viðhorfin jákvæðari. Engin breyting varð á þekkingu né viðhorfum þeirra kennara sem ekki fengu fræðslu.

Erindi Kristínar Elvu verður flutt í Regnbogasal Samtakanna ´78 laugardaginn 20. október kl. 13:30 og verða umræður á eftir.

-Samtökin ´78

 

Leave a Reply