Nýtt veftímarit hefur litið dagsins ljós á Netinu. Trikster er norrænn vettvangur um hinsegin baráttumál og pólitík, hinsegin fræði og menningu. Það hefur aðsetur í Bergen og ritstjórar þess eru Mathias Danbolt and Fredrik Langeland. Trikster kemur út fjórum sinnum á ári.
Nýtt veftímarit hefur litið dagsins ljós á Netinu. Trikster er norrænn vettvangur um hinsegin baráttumál og pólitík, hinsegin fræði og menningu. Það hefur aðsetur í Bergen og ritstjórar þess eru Mathias Danbolt and Fredrik Langeland. Trikster kemur út fjórum sinnum á ári.
Undirbúningur að útgáfunni hefur staðið yfir í tvö ár og hafa öll Norðurlöndin lagt þar hönd á plóg. Þótt heitið Trikster vísi til undanbragða og hrekkja, er það ekki ætlun útgáfunnar að hrekkja og svíkja lesendur sína, heldur að minna á það hlutverk hinsegin hugsunar í menningu og fræðastarfi að ögra og umturna viðtekinni vanahugsun. Umræðuefnin eru af ýmsu tagi og spanna vítt svið fræða, lista, pólitíkur og menningar. Meðal höfunda efnis í fyrsta heftinu er hin heimsfræga fræðikona Judith Halberstam, og einnig á Tiina Rosenberg sem heimsótti Ísland á dögunum, grein í ritinu. Þá má hér nefna ögrandi grein eftir Agnes Bolsø um birtingarform stöðnunar og afturhalds í baráttuhreyfingu homma og lesbía í Noregi. Efnið sem birtist er ýmist ritað á ensku, norsku, dönsku og sænsku og aðgangur að efni ritsins kostar ekkert.
Vefslóð : http://trikster.net
Mynd: Frá formlegri opnun síðunnar