Skráning er nú hafin í Dragkeppni Íslands 2006. Keppnin verður haldin á Gauki á Stöng þann 9. ágúst og líkt og í fyrra er bæði körlum (dragdrottningum) og konum (dragkóngum) velkomið að taka þátt. Keppendur þurfa að velja sér eitt lag til að flytja í keppninni, annað hvort mæmað eða sungið. Auk söngframmistöðunnar verða keppendur metnir eftir því hversu eftirminnilega og skemmtilega persónu þeim tekst að skapa.
Skráning er nú hafin í Dragkeppni Íslands 2006.
Keppnin verður haldin á Gauki á Stöng þann 9. ágúst og líkt og í fyrra er bæði körlum (dragdrottningum) og konum (dragkóngum) velkomið að taka þátt.
Hins vegar verður í ár keppt um tvo titla, þ.e. bæði verða krýnd Dragdrottning Íslands og Dragkóngur Íslands.
Þessir tveir sigurvegarar munu síðan keppa innbyrðis um hinn eina sanna sigurvegaratitil.
Þema keppninnar í ár er: Söngleikir – glamör og húmör!
Keppendur þurfa að velja sér eitt lag til að flytja í keppninni, annað hvort “mæmað” eða sungið. Auk söngframmistöðunnar verða keppendur metnir eftir því hversu eftirminnilega og skemmtilega persónu þeim tekst að skapa.
Til að skrá sig þarf einfaldlega að senda tölvupóst á netfangið dragkeppni@visir.is þar sem fram kemur: fullt nafn, sviðsnafn, símanúmer og netfang. Haft verður samband við keppendur fljótlega eftir að skráning berst.
Aðstandendur keppninnar geta aðstoðað þá sem þurfa að komast í samband við förðunarfræðinga, hárkolluleigur og aðra sem geta hjálpað til að láta drauminn rætast.
-Dragkeppni Íslands 2006