Skip to main content
Fréttir

ÁRITUN Á BÓKASAFNI

By 17. desember, 2007No Comments

Hjá bókaútgáfunni Sölku er komin út bókin Með hetjur á heilanum eftir Guðjón Ragnar Jónasson. Bókin var upphaflega unnin í samvinnu við Þórð Helgason dósent við KHÍ sem lokaverkefni til B.ed prófs en síðar vann höfundur kennsluefni við bókina í tengslum við mastersritgerð við HÍ.

Með hetjur á heilanum segir frá ungum dreng sem flyst austur í Fljótshlíð. Þar lendir hann í ýmsum ævintýrum. Leikar berast meðal annars inn að Hlíðarenda þar sem pilturinn verður í gegnum draum þátttakandi í aðförinni að Gunnari Hámundarsyni. Bókin er nokkurs konar innansveitarkrónika Fljótshlíðarinnar. Hún er einnig athyglisverð fyrir þær sakir að vera ein fárra barnabóka sem fela í sér lýsingu á sveitalífi nútímans. Fjallað er um tófuveiðar í tengslum við sauðfjárræktina, sauðburði er lýst, göngum og réttum og í lok bókarinnar hittir sögupersónan lambhrút frá því fyrr um vorið og leiðir hann til dóms á hrútasýningu sveitarinnar. Nánar má lesa um bókina hér og hér.

Guðjón Ragnar áritar bókina á bókasafni Samtakanna ´78 mánudagskvöldið 17. desember kl. 20 – 23.


-Samtökin ´78

 

Leave a Reply