Skip to main content
Fréttir

SÓLA OPNAR LJÓSMYNDASÝNINGU Í REGNBOGASAL SAMTAKANNA ´78

By 10. júlí, 2006No Comments

Sólrún Jónsdóttir opnar ljósmyndasýningu í Regbogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3, fimmtudagskvöldið 13. júlí kl. 20.00. Sýningin ber heitið „Ingrid bader sig, úr einkasafni ljósmyndarans, sölusýning“ en á sýningunni eru myndir teknar á allmörgum árum á ferðalögum þeirra Sólu og Ingrid um landið.

Sólrún Jónsdóttir opnar ljósmyndasýningu í Regbogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3, fimmtudagskvöldið 13. júlí kl. 20.00. Sýningin ber heitið „Ingrid bader sig, úr einkasafni ljósmyndarans, sölusýning“ en á sýningunni eru myndir teknar á allmörgum árum á ferðalögum þeirra Sólu og Ingrid um landið. Sóla hefur þetta að segja um sýninguna:

„Dálæti okkar Ingrid á fjallgöngu og busli í heitum lindum leiddi okkur á ýmsa staði.
Dálæti mitt á Ingrid og íslenskri nátturu leiddi mig til myndatöku.
Sýningin er brot úr fjölskyldualbúmi.“

Allir eru velkomnir á opnunina!

 

Leave a Reply