Skip to main content
Fréttir

FÆREYSKUM HEGNINGARLÖGUM BREYTT

By 15. desember, 2006No Comments

Í morgun samþykkti færeyska þingið frumvarp til laga þess efnis að verndun minnihlutahópa nái einnig til samkynhneigðra. Við lokaatkvæðagreiðslu voru 17 þingmenn fylgjandi og 15 á móti. Með breyingunni verður samkynhneigðra í fyrsta sinn getið í færeyskir löggjöf.

Í morgun samþykkti færeyska þingið frumvarp til laga þess efnis að verndun minnihlutahópa nái einnig til samkynhneigðra í færeysku hegningarlöggjöfinni. Við lokaatkvæðagreiðsluna voru 17 þingmenn fylgjandi málinu og 15 á móti. Við síðustu atkvæðagreiðslu, eftir 2. umræðu í þinginu, sat hins vegar einn þingmaður hins hjá, Sverre Midjord, en hann snérist gegn frumvarpinu í lokaatkvæðagreiðslunni. Það dugði þó ekki til og því ná verndarákvæði færesyku hegningarlaganna nú einnig til samkynhneigðra líkt og í öðrum löndum Norður Evrópu. Sama frumvarp hefur tvíveigs áður verið borið fram og fellt.

Edmund Jóensen, fyrrverandi lögmaður landsins sagði eftir atkvæðagreiðsluna að tími hefði verið komin til þess að samþykkja breytinguna og að umburðarlyndi færeyinga hefði sigrað. Hann fagnaði því sérstaklega að núverandi lögmaður sem og formaður færeyska þingsins styddu lögin.

-AJÁ / HTS 

 

Leave a Reply