Fréttatilkynning frá Fríkirkjunni í Reykjavík:
Undanfarið hefur töluverð umræða farið fram í samfélaginu um réttarstöðu samkynhneigðra. Fyrir alþingi liggur lagafrumvarp sem miðast að því að bæta réttarstöðu þeirra með breytingu ýmissa laga. Einnig hafa ummæli Biskups Íslands bæði í nýárspredikun sinni sem og við fjölmiðla kallað á viðbrögð fólks.
Sunnudagsmessan kl. 14:00 – verður helguð réttindabaráttu samkynhneigðra.
Ætlunin er að eiga friðsæla, bæna og íhugunarstund þar sem þessi mál eru borin upp í Guðs helgidómi í trú von og kærleika.
Þau Ragnhildur Sverrisdóttir og Sigursteinn Másson munu stíga í predikunarstól og flytja predikunarorð ásamt safnaðarprestum. Landsþekktir tónlistarmenn munu flytja tónlist. Meðal annarra gesta verða þær Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Mónika Abendroth hörpuleikari ásamt þeim Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeiri Skagfjörð leikara og tónlistarmanni.
Önnur tónlist verður í höndum Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller auk Fríkirkjukórsins.
Safnaðarráð Fríkirkjunnar býður upp á kirkjukaffi og meðlæti í safnaðarheimili Fríkirkjunnar að Laufaásvegi 13, að lokinni messu.´Allir hjartanlega velkomnir!
-Fríkirkjan í Reykjavík