Helgina eftir Hinsegin daga í Reykjavík verður í annað skipti haldið Pride í Færeyjum. Það fyrsta var haldið fyrir 2 árum, í tengslum við ráðstefnu ANSO, samtaka norrænna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans og hinsegin stúdenta félaga.
Þrátt fyrir að aðeins rúm vika sé í að hátíðarhöldin hefjist þá er enn tækifæri fyrir þig til að taka þátt. Flugfélag Íslands býður upp á hið góða verð 28.970 kr. fram og til baka. Hafðu samband við faroepride@anso.dk fyrir helgi til að nýta þetta tilboð!
Færeyskt STT fólk þarf á okkar stuðningi að halda!!
Hátíðin í ár er skipulögð af Friðarboganum, færeyska félagi samkynhneigðra í Færeyjum, og ANSO, Association of Nordic LGBTQ Student Organizations í sameiningu.
Nánari upplýsingar má finna á http://www.anso.dk/faroepride
-ANSO