En á meðan við, sem samkynhneigð erum, gefum óskýr skilaboð, förum leynt með kynhneigð okkar – okkar líf, þá verður ekki hjá því komist að skilaboðin sem við sendum verða óljós eða öllu heldur nokkuð mörkuð því að samkynhneigð sé eitthvað sem ekki þykir í lagi, ekki er rætt um og þar af leiðandi ekki tekið sem sjálfsögðum hlut. Ekki getur maður vænst þess að hljóta virðingu annarra ef maður ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér. Og það að bera virðingu fyrir sjálfum sér felst einmitt í því að gefa skýr skilaboð til þeirra sem maður mætir í lífinu – hvort sem um er að ræða fjölskylduna, vini og kunningja eða starfsfélaga.
Sara Dögg Jónsdóttir á vefsíðu Samtakanna ´78, 2002.