Frettir Eins og flestir vita eru Hinsegin dagar orðnir að árlegri hátíð og hafa þeir nú þegar vakið nokkra athygli. Gaman er að sjá auglýsingar sem tengjast henni og umræður í fjölmiðlum. Einnig er athyglisvert að sjá aðra skírskota til Hinsegin daga, t.d. með því að vera með regnbogafána í búðauppstillingum, eða einfaldlega að auglýsa viðburði ?hinsegin?, ?öðruvísi? eða ?gay?. Hér á eftir er athygli vakin á tveimur slíkum viðburðum:
Blómaval með hinsegin blóm á öðruvísi dögum
Laugardaginn 10. ágúst
Á sama tíma og haldnir verða Hinsegin dagar verður verslunin Blómaval v/Sigtún með Öðruvísi daga með hinsegin plöntur. Þennan dag verða nefnilega seldar plöntur frá fjarlægum löndum, ólíkum þeim sem við eigum að venjast. Þær verða seldar með miklum afslætti að sögn Blómavals. Búast má við auglýsingum um þetta á laugardaginn. Hafið samband við Blómaval til að fá frekari upplýsingar.
Vefsíða Blómavals
Gay hardcore tónleikar
Föstudaginn 9. ágúst
Gay hardcore tónleikar í tilefni Hinsegin daga, gay fokkings pride! Fram koma I adapt, Snafu og Afkæmi guðana. Hardcore og Hip Hop, Vesturporti, Vesturgötu 18. Byrjar kl. 21:00, 500 kr. inn. Ekkert áfengis/dóp rugl!!
Sjá auglýsingu, einnig fréttatilkynningar á síðum I Adapt og Snafu.