Skip to main content
Fréttir

STJÓRNVÖLD Í MOSKVU BANNA GAY-PRIDE

By 22. maí, 2006No Comments

Stjórnvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hafa bannað gleðigöngu samkynhneigðra í borginni. Aðeins vika er í hátíðina og því er undirbúningur hennar allur í uppnámi. Skipuleggjendur boða að þeir muni hvergi kvika frá áformum sínum þrátt fyrir bannið.

Stjórnvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hafa bannað gleðigöngu samkynhneigðra í borginni. Aðeins vika er í hátíðina og því er undirbúningur hennar allur í uppnámi. Skipuleggjendur boða að þeir muni hvergi kvika frá áformum sínum þrátt fyrir bannið.
Borgaryfirvöld í fjölda borga gömlu Austur Evrópu hafa átt erfitt með viðurkenna réttindi samkynhneigðra og hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir hátíðarhöld þeirra. Þannig bönnuðu borgaryfirvöld í Varsjá í Póllandi gleðigönguna í fyrra og brutu þar með lög Evrópusambandsins, sem Pólland er nýgengið í, og mannréttindasáttmála Evrópu. Gangan var engu að síður farin og mætti fjöldinn allur af mannréttindafrömuðum frá vesturhluta Evrópu, þingmenn og baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra til Varsjár til að sína stuðning sinn og til að fæla öfgamenn frá því að ráðast á gönguna. Hinsegin dagar í Reykjavík sendu borgarstjóranum bréf þar sem ákvörðun hans var harðlega mótmælt og honum bent á lagalegar skuldbindingar Póllands. Sá borgarstjóri er nú orðinn forsætisráðherra landsins.

Rökstuðningur borgaryfirvalda í Moskvu er vægast sagt vafasamur. Þau rökstyðja bannið með því að vísa í 11. grein í sáttmála Alþjóðamannréttindaráðstefnunnar frá árinu 1950, sem “heimili ríkjum að setja hömlur á rétt til friðsamlegra gangna til að gæta almannafriðar; til að koma í veg fyrir truflanir á heilsufari, siðgæði eða til að verja réttindi annars fólks.”

Ensk þýðing á svari yfirvalda birtist hér fyrir neðan. Um leið og Hinsegin dagar í Reykjavík hafa upplýsingar um leiðir til að koma á framfæri mótmælum, munu þeir mótmæla harðlega þessari valdnýðslu, sem byggir á fordómum og undanlátssemi við öfgafulla hópa og einstaklinga. Einnig skorum við á alla að fylgjast vel með heimasíðu www.gaypride.is svo flestir geti sent yfirvöldum í Moskvu mótmæli sín við þessari ólýðræðislegu ákvörðun. Hér er tengill við enska hluta heimasíðu rússnesku Hinsegin daganna: www.GayRussia.Ru/En

Hinsegin dagar í Reykjavík skora á íslensk stjórnvöld, yfirvöld í Reykjavíkurborg, íslensk mannréttindasamtök og Amnesty International að mótmæla banni borgaryfirvalda í Moskvu við sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum samkynhneigðra, sem eiga að vera þau sömu og landslög og alþjóðalög tryggja öðru fólki.

-HMP

Bréf borgaryfirvalda í Moskvu til rússnesku Hinsegin daganna:

Taking into account many letters that Moscow government received from the representatives and legislative authorities of Russia and regions of Russian Federation, religious confessions, public organizations, Kazaks and individual citizens with the request not to allow the conduct of such a public event, this march can provoke the wave of protest actions which can lead to group breaches of public order and mass disturbances.

Taking into account the provisions of the International convention on the protection of human rights and fundamental liberties from 4 November 1950, in particular Article 11 (freedom of meetings) according to which the right to freedom of peaceful marches can be limited in the interests of public order, with the aims to prevent disturbances, for the protection of health and morality or protection of the rights and freedoms of other people, I inform you that the application for the march is not agreed on.

N.V. Kulikov
Head of the Moscow government department responsible for the work with the authorities providing security
18 May 2006

Leave a Reply