Í gær, þann 21. mars 2007, kynnti nefnd sænsku ríkisstjórnarinnar um hjónaband og staðfesta samvist skýrslu með niðurstöðum sínum. Í skýrslunni leggur nefnin til að pör af sama kyni geti gengið í hjónaband á sama hátt og pör af gagnstæðu kyni.
Í gær, þann 21. mars 2007, kynnti nefnd sænsku ríkisstjórnarinnar um hjónaband og staðfesta samvist skýrslu með niðurstöðum sínum. Í skýrslunni leggur nefnin til að pör af sama kyni geti gengið í hjónaband á sama hátt og pör af gagnstæðu kyni.
Nefndin telur að engin rök séu fyrir því að hindra aðgengi para af sama kyni að hjónabandi. Pör af sama kyni eiga því að geta gengið í hjónaband. Jafnframt er lagt til að lög um staðfesta samvist verði felld úr gildi samtímis sem samkynja pör öðlast rétt til hjónavígslu. Nefndin leggur ennfremur til að kirkjur og trúfélög fái rétt til að vígja pör af sama kyni í hjónaband, en gerir slíka vígslu þó ekki að skyldu fyrir trúfélögin.
Fyrstu viðbrögð RFSL, félagi lesbía og homma í Svíþjóð, voru að fagna tillögum skýrslunnar, en jafnframt er gagnrýnt að gefa eigi kirkjum og trúfélögum þann rétt að geta valið hvort þau vígi samkynja pör eða ekki. Bent er á að geti kirkjur og trúfélög neitað að vígja samkynja pör, sé verið að lögfesta misrétti við opinbera embættisfærslu, (þ.e. löggerningshluta hjónavígslunnar). Löggjöf sem gefi kirkjum og trúfélögum möguleika og val á að mismuna fólki eftir kynhneigð við hjónavígslu, yrði lögfest misrétti.
-HH