Skip to main content
Fréttir

BIRTINGARFORM MANN- FYRIRLITNINGAR

By 20. desember, 2005No Comments

Þar sem engar marktækar rannsóknir benda til hægt sé að lækna samkynhneigð hafa augu manna frekar beinst að hugsanlegri skaðsemi slíkra meðferða. Nokkrar rannsóknir liggja fyrir sem benda til að jafnvel „mannúðlegar” aðferðir geti skaðað þátttakendur. Niðurstöður slíkra rannsókna gefa til kynna að mjög oft verði þátttakendur afar þunglyndir eftir tilraunir til lækninga. Slíkt valdi hegðun sem sé þeim skaðleg: sjálfsmorðstilraunum, sjálfshatri, eiturlyfjamisnotkun og áhættusömu kynlífi. Einnig veldur það óstöðugleika í fjölskyldum þegar foreldrum er kennt um samkynhneigð barna sinna vegna rangs uppeldis. Flestu fólki er ljóst að samkynhneigð er ekki sjúkdómur. Allt virðist benda til að fólk sem haldi öðru fram sé einfaldlega óupplýst um rannsóknir á þessu sviði eða haldið fordómum sem má rekja til fáfræði. Aldrei hefur tekist að breyta kynhneigð fólks, þó að fólki hafi tekist að breyta hegðun sinni. Það er mannfyrirlitning að ætlast til þess að fólk lifi gegn eigin tilfinningum.

Alfreð Hauksson í Morgunblaðinu, 4. nóvember 1999.

Leave a Reply