Skip to main content
Fréttir

Noregur – Stefnubreyting innan norsku þjóðkirkjunnar

By 26. febrúar, 2001No Comments

Frettir Norska kirkjuráðið hefur lýst yfir þeirri skoðun að samkynhneigðir í staðfestri samvist eigi að njóta réttar til að ættleiða börnstjúpættleiðingu. Ástæðuna fyrir afstöðu sinni segir ráðið vera þá að samfélaginu beri að ?gera barnæskuna betri fyrir fleiri?.

Þó að kirkjuráðið hafi verið mótfallið lagasetningunni um staðfesta samvist samkynhneigðra fyrir tæpum áratug, lýsir það sig núna jákvætt gagnvart því frumvarpi sem norska ríkisstjórnin hefur lagt fram um breytingar á samvistar- og ættleiðingarlöggjöf. Í ályktun kirkjuráðsins kemur fram að þar sem lög um staðfesta samvist eru til í Noregi, telji ráðið heimild til ættleiðinga innan samvistar vera rökrétta réttarbót fyrir börn í þessum fjölskyldum.

Lagabreytingin sem stefnt er að er sama eðlis og á Íslandi og í Danmörku, hún mun m.ö.o. eingöngu heimila stjúpættleiðingu.

Hér er um að ræða mikilvæga stefnubreytingu hjá norsku þjóðkirkjunni. Þó að kirkjan haldi því sjónarmiði enn á lofti að tveir foreldrar af sama kyni séu ekki besti kosturinn, þá sé ást, öryggi og stöðugleiki mikilvægir þættir í lífi allra barna og að þeim beri að hlúa. Með þeim rökum styður kirkjan framkomna tillögu um lagabreytingu.

Vårt land/HomoPlaneten

Leave a Reply