Skip to main content
Fréttir

STUTTMYNDIN GÓÐIR GESTIR TILNEFND TIL EDDUVERÐLAUNA

By 7. nóvember, 2006No Comments

Stuttmyndin Góðir gestir eftir Ísold Uggadóttur hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna sem besta stuttmyndin 2006. Myndin fjallar um Katrínu sem er við nám í New York en kemur heim til Íslands til þess að vera viðstödd afmæli afa síns. Í afmælisveislunni dregur heldur betur til tíðinda þar sem röð óvæntra atburða eiga sér stað.

Stuttmyndin Góðir gestir eftir Ísold Uggadóttur hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna sem besta stuttmyndin árið 2006. Myndin fjallar um Katrínu sem er við nám í New York en kemur heim til Íslands til þess að vera viðstödd afmæli afa síns. Í afmælisveislunni dregur heldur betur til tíðinda þar sem röð óvæntra atburða eiga sér stað.  Geðir gestir var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í haust við góðar undirtektir.

Brot úr dómum gagnrýnenda:

„… óvenju snaggaraleg, léttflæðandi og vel gerð stuttræma …. þessi fyrsta ræma Ísoldar angar öll af fagmennsku og frumlögri sköpun …“  –Ólafur H Torfason, Rás 2
„Handritið er best, bæði mannlegt, útsjónarsamt og fyndið.“ –Sæbjörn Valdimarsson, MBL
„Yfirbragð myndarinnar er hið vandaðasta, hún er litrík og falleg, músíkin notaleg og klippingin fagmannleg.“ –Kristrún Heiða Hauksdóttir, Fréttablaðið
„Ég hef átt í dálitlum  vandræðum með að finna eitthvað að segja um stuttmyndina Góðir gestir, annað en að hún er fjári góð.“ –Haukur Már Helgason, Kistan.is – vefrit um menningu.
 
 
-HTS

Leave a Reply