Draggkeppni Íslands verður haldin miðvikudagskvöldið 9. ágúst í Þjóðleikhúskjallaranum
Húsið opnað kl. 21 og hefst keppnin stundvíslega kl. 22
Í ár verða tveir titlar í boði, Draggdrottning Íslands og Draggkóngur Íslands.
Þema kvöldsins er: Söngleikir – glamör – húmör!
Aðgangur: 1000 kr. (eingöngu verður hægt að kaupa miða við dyrnar)
Í dómnefnd í ár eru:
Björn Gunnlaugsson, formaður dómnefndar
Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum draggdrottning
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona
Skjöldur Eyfjörð, draggdrottning Íslands 2000 og 2002
María Pálsdóttir, leikkona
Kynnir kvöldsins er Felix Bergsson
Í fyrra var húsið stappað, svo að fyrstir koma fyrstir fá!
-Draggkeppni Íslands