Draggkeppni Íslands mun halda uppá 10 ára afmæli sitt 8.ágúst nk. og stendur kráning yfir þessa dagana. Dragkóngar og dragdrottningar geta skráð sig til leiks, en fyrir þau sem ekki vita þá eru dragkóngar konur sem koma fram í karlmannsgervi. Dragdrottningar ætti hins vegar ekki að þurfa að kynna fyrir neinum…
Draggkeppni Íslands mun halda uppá 10 ára afmæli sitt 8.ágúst nk. og stendur kráning yfir þessa dagana. Við hvetjum bæði kynin að til að skrá sig þ.e. Drag-drottningar á móti Dragg-kóngum. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Dragg-kóngar konur sem koma fram í karlmannsgervi.
Þetta er í þriðja skiptið sem kóngar fá að keppa í þessarri keppni og hafa
stelpurnar svo sannarlega ekki slegið slöku við í frumlegheitum og listtilburðum. Það er afar fátítt að kynjunum sé att hvort gegn hvoru öðru með þessum hætti og telst það einsdæmi í heiminum að bæði kynin fái að keppa saman í einu. Hins vegar eru tveir titlar í boði: draggdrottning og draggkóngur Íslands!
Hægt er að skrá sig á netfangið dragkeppni@visir.is
Hér fyrir neðan eru myndir af sigurvegurum síðustu keppni sem fram fór í
Þjóðleikhúskjallaranum. Sigurvegararnir voru skötuhjúin Aurora Borealis og Dóri Maack.
-Draggkeppni Íslands 2007
Georg 696-3892
Framkvæmdastjóri