Hinsegin dagar eru komnir með nýja og glæsilega heimasíðu, www.gaypride.is Á heimasíðunni er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um Hinsegin daga, svo sem eins og dagskrána og fréttir af undirbúningi hátíðarinnar. Þá er umsóknareyðublað um atriði í göngunni á síðunni, en það er nauðsynlegt að fylla það út, ef atriðið á að komast í gönguna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið – kíkið á www.gaypride.is
Hinsegin dagar eru komnir með nýja og glæsilega heimasíðu, www.gaypride.is Á heimasíðunni er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um Hinsegin daga, svo sem eins og dagskrána og fréttir af undirbúningi hátíðarinnar. Þá er umsóknareyðublað um atriði í göngunni á síðunni, en það er nauðsynlegt að fylla það út, ef atriðið á að komast í gönguna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið – kíkið á www.gaypride.is
Hinsegin dagar í Reykjavík nálgast og í ár er gleðigangan og útihátíðin laugardaginn 12. ágúst. Samfelld dagskráratriði eru skipulögð 10. til 13. ágúst svo nóg er um að vera og mikil þörf á kunnáttufólki til starfa.
Hinsegin dagar lýsa eftir fólki sem hefur áhuga á að koma til liðs við samstarfsnefnd. Við þurfum á margs konar hæfileikafólki með reynslu að halda til að bera ábyrgð á hinum ýmsu verkþáttum hátíðarinnar. Hér er eitthvað fyrir alla – til dæmis varðandi undirbúning og skipulagsvinnu við sölumál með sölustjórum, ýmsa þætti við undirbúning gleðigöngunnar með göngustjórum og vinnu við að setja upp svið með sviðsstjórum. Þá er mikil þörf á duglegu og ábyrgu fólki til að vinna við miðasölu og vörusölu á dansleikjum sumarsins.
Hinsegin dagar eru umfangsmikið og erfitt verkefni sem vex með hverju ári og því fleiri sjálfboðaliðar sem ganga til liðs við starfið, því betri hátíð. Þið sem viljið leggja starfinu lið í ár, hafið samband við Heimi Má Pétursson heimirmp@simnet.is eða Þorvald Kristinsson, torvald@islandia.is
Gönguatriði
Samstarfnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík vill vekja sérstaka athygli á því að allt það fólk sem ætlar sér að vera með sýningaratriði í göngunni, verður að tilkynna þátttöku sína sem allra fyrst til Hinsegin daga. Hátíðin veitir fáeina styrki til atriða, en til að sækja um þá þarf að leggja fram vandaða lýsingu á viðkomandi atriði, áætluðan kostnað og hafa síðan samband við göngustjóra sem fyrst.
Samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík fundar vikulega.
Fundirnir eru öllum opnir sem hafa áhuga á starfinu.
-Samstarfsnefnd um Hinsegin daga