Tilkynningar Næsti fundur hjá trúarhópnum verður sunnudaginn 24. október kl.17:00 í félagsheimili Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Sérstakur gestur dagsins verður Kristján Valur Ingólfsson prófessor og nefnist erindi hans ?Sjá dagar koma – Hvar erum við stödd í samtalinu um staðfesta samvist sem hjúskaparform?.
Það hefur verið gestkvæmt hjá trúarhópi Samtakanna ´78 núna í vetur og munum við hald áfram að fá til okkar góða gesti. Að venju ráða gestir umræðuefninu svo það er spennandi að vita hvað hver og einn velur sér. Staðfest dagskrá hópsins fram til jóla lítur svona út:
24.10. kl.17.00 Gestur: Kristján Valur Ingólfsson lektor
07.11. kl.17.00 Kvimyndakvöld – Myndin Jesus of Montreal sýnd
21.11. kl.17.00 Gestur: Sólveig Anna Bóasdóttir doktor
05.12. kl.17.00 Gestur: Örn Bárður Jónsson
19.12. kl.17.00 Dagskrá óstaðfest
Athugið breyttan fundartíma á sunnudögum klukkan 17:00
Trúarhópur Samtakanna 78 er ekki bara fyrir þá er játa kristna trú heldur alla sem áhuga hafa á trúmálum, hverrar trúar sem þeir eru. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma á fundi okkar og fræða okkur um sína trú og sína afstöðu til hennar og annarra trúarbragða.
-Trúarhópur Samtakanna ´78