Skip to main content
Fréttir

NOREGUR FÆR KYNHLUTLAUSA HJÓNABANDSLÖGGJÖF

By 14. febrúar, 2008No Comments

Á morgun, föstudaginn 15. febrúar, mun norska ríkisstjórnin leggja tillögu fyrir norska þingið um að hjónabandsslöggjöf landsins verði gerð kynhlutlaus. Þetta felur í sér að lög um staðfesta samvist í Noregi verða felld úr gildi og að bæði samkynja og ósamkynja pör falla undir hjónabandslöggjöfina.

Á morgun, föstudaginn 15. febrúar, mun norska ríkisstjórnin leggja tillögu fyrir norska þingið um að hjónabandsslöggjöf landsins verði gerð kynhlutlaus.  Þetta felur í sér að lög um staðfesta samvist í Noregi verða felld úr gildi og að bæði samkynja og ósamkynja pör falla undir hjónabandslöggjöfina.

Búist er við að meirihluti sé fyrir tillögunni á norska þinginu. Hún felur jafnfram í sér rétt samkynja para til ættleiðingar og tæknifrjógunar fyrir lesbísk pör. Trúfélögum er gefin heimild til að gefa saman pör (bæði samkynja og ósamkynja) í hjónaband, en ekki er lögð sú skylda á hendur trúfélögunum að þau verði að annast vígslur.

QX/HFH

 

 

Leave a Reply