Tilkynningar FAS, félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, býður til samverustundar í Regnbogasalnum Laugardaginn 13. desember kl. 16-18
Tilgangurinn er að eiga notalega samverustund í erli jólaundirbúningsins. Hópar sem vinna að málefnum samkynhneigðra segja frá starfi sínu. Flutt verður jólatónlist og Felix Bergsson les úr nýútkominni bók sinni ?Ævintýrið um Augastein? og slær á létta strengi. Þá verður heimasíða FAS formlega opnuð. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir varaformaður FAS leiðir fundinn.
Foreldrar og aðstandendur, lesbíur og hommar eru hvattir til að mæta og bjóða með sér ættingjum og vinum. Fundurinn er öllum opinn sem hafa áhuga á að kynna sér starfið.