Boðað er til aðalfundar FAS ( Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra) miðvikudaginn 14. maí 2008 í félagsmiðstöð Samtakanna´78 Laugavegi 3, 4. hæð kl.20.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
• Kosning fundarstjóra og fundarritara.
• Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi samtakanna
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
• Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga og afgreiðsla þeirra
• Lagabreytingar
• Kosning formanns
• Kosning annarra stjórnarmanna
• Ákvörðun um félagsgjald
• Önnur mál
2. Frosti Jónsson, formaður Samtakanna´78 mætir á fundinn og segir okkur frá starfi samtakanna á afmælisári .
Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, FAS, eru samnefnari fyrir alla sem standa að baki samkynhneigðum og láta sig varða málefni þeirra.
Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Veitingar.
Framboð til stjórnar.
Frá stofnun samtakanna árið 2003 hafa orðið litlar breytingar í stjórn. Í stjórn hafa setið sjö manns.
Nú er komið að því að eftirtaldir stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs eftir langa stjórnarsetu:
Anna Þorvarðardóttir, meðstjórnandi
Jóhanna Eyþórsdóttir, meðstjórnandi
Ólöf Markúsdóttir, gjaldkeri
Sigfinnur Þorleifsson, meðstjórnandi og
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, formaður
Eftirtaldir hafa gefið kost á sér áfram í stjórn:
Guðrún Rögnvaldardóttir, varaformaður, til formanns
Laufey Þórðardóttir, ritari
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Ný framboð í stjórn:
Sigrún Björnsdóttir
Þórdís Þórðardóttir.
Það vantar tvo aðila til viðbótar í stjórn og er óskað eftir framboðum og hvetjum við fólk sem vill leggja okkur lið að gefa sig fram. Ekki væri nú verra að fá pabba í hópinn en annars eru öll framboð vel þegin.
Framboðum skal skila inn til formanns netf. gsb°mi.is s.8484537 eða til fundarstjóra á aðalfundi.
Vonumst til að sjá sem flesta!
-stjórnin