Skip to main content
Fréttir

Frakkland – Ný sjónvarpsstöð fyrir samkynhneigða

By 4. október, 2004No Comments

Frettir Ný sjónvarpsstöð fyrir samkynhneigða hefur hafið göngu sína í Frakklandi. Ber hún nafnið Pink TV og er sú eina sinnar tegundar þar í landi.

Við opnunina sagði sjónvarpsstjórinn Eric Gueho að stöðin væri ?stórt skref fyrir sjónvarpsheiminn, en lítið skref fyrir háhælaða skó?. Um er að ræða kapalsjónvarp og er búist við nokkrum tugum þúsunda áskrifenda. Stöðin mun sýna þætti eins Wonder Woman, the Queer Eye for the Straight Guy, Queer as Folk og fleiri slíka þætti enda er mikill uppgangur í gerð sjónvarpsþátta sem fjalla um samkynhneigð eða höfða sérstaklega til lesbía og homma. Þessu hefur fylgt fjölgun sjónvarpsstöðva um allan heim sem höfða eiga til samkynhneigðra áhorfenda. Fyrir eru til dæmis tvær gay sjónvarpsstöðvar í Bretlandi og í febrúar á næsta ári mun ein slík opna í Bandaríkjunum sem á að senda út efni allan sólarhringinn.

Leave a Reply