Skip to main content
Fréttir

Morgunverðarfundur: – Hvernig tökum við á móti samkynhneigðu ferðafólki?

By 26. nóvember, 2004No Comments

Tilkynningar Þann 2. desember n.k. verður efnt til morgunverðarfundar í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku. Umræðuefni fundarins er ?Hvernig tökum við á móti samkynhneigðu ferðafólki?? Á fundinum er ætlunin að ræða um hvað felst í því að höfða til samkynhneigðra ferðamanna, þarfir og kröfur, með það að markmiði að stuðla að jákvæðari upplifun þeirra sem okkur heimsækja. Flutt verða nokkur framsöguerindi en að þeim loknum verða umræður og vinnustofur. Fundurinn hefst klukkan 10.00 í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku og er öllum opinn.

Dagskrá:
Tími: 10.00-12.00

?Hinsegin Ísland í tölum: fjöldi samkynhneigðra ferðamanna?
Frosti Jónsson, Gayice
?Mikilvægi þess að vinna saman að undirbúningi og framkvæmd viðburða?
Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri GayPride
?Að selja Ísland samkynhneigðum ferðamönnum?
Tilkynnt síðar
?Ferðamenn: Eftir hverju sækjast karlmenn?
Tilkynnt síðar
?Ferðakonur: Eftir hverju sækjast konur?
Svanfríður Lárusdóttir, formaður KMK
?Ferðahópar og náttúra Íslands: hvað þarf að hafa í huga, hvað þarf að vera í boði, hvað hægt að gera??
Tilkynnt síðar
?Einstaklingar og borgin: hvað þarf að hafa í huga, hvað þarf að vera í boði, hvað er hægt að gera??
Árni Einarsson, Room with a view

Umræður

Vinnustofa
Tími 12.30-14.00

Hvað þarf að vera í kynningarbæklingi fyrir samkynhneigða ferðamenn, spurningar og svör er varða gay Ísland.
Hvað þarf til svo skemmtistaður fyrir samkynhneigða haldist opinn?
Hvað þarf samfélag samkynhneigðra að hafa í huga svo gestum okkar líði vel?
Hvernig komast erlendir samkynhneigðir ferðamenn í samband við Íslendinga áður en þeir komast til landsins?

Leave a Reply