Skip to main content
Fréttir

FRÆGÐARFÖR ST. STYRMIS TIL SUÐUR AMERÍKU

By 12. nóvember, 2007No Comments

Liðsmenn St. Styrmis héldu í haust yfir hálfan hnöttinn til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni samkynhneigðra í fótbolta sem fram fór í Argentínu. Fimmtudagskvöldið 15. nóvember verður haldið ferðakvöld í Regnbogasal Samtakanna ´78 þar sem nokkrir liðsmenn St. Styrmis segja frá ferðinni í máli og myndum. Kvöldið hefst kl. 21 og er aðgangur ókeypis.

Liðsmenn St. Styrmis héldu í haust yfir hálfan hnöttinn til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni samkynhneigðra í fótbolta sem fram fór í Argentínu. Ferðin var mikil frægðarför og vakti þátttaka liðsins talsverða athygli í fjölmiðlum hér heima og í Argentínu. Eftir harða keppni hafnaði liðið að lokum í 9. – 16. sæti sem er glæsilegur árgangur enda höfðu fæstir liðsmenn St. Styrmis spilað á stórmóti áður. Eftir að keppni lauk héldu nokkrir félagar liðsins í sannkalla ævintýraferð, meðal annars á inkaslóiðir í Perú og til Bólivíu.

Fimmtudagskvöldið 15. nóvember verður haldið ferðakvöld í Regnbogasal Samtakanna ´78 þar sem nokkrir liðsmenn St. Styrmis segja frá ferðinni í máli og myndum. Kvöldið hefst kl. 21 og er aðgangur ókeypis.

-Samtökin ´78

 

Leave a Reply