Skip to main content
Fréttir

FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK OPNAR DYR SÍNAR FYRIR SAMKYNHNEIGÐUM

By 18. janúar, 2006No Comments

Hún var sérstök guðsþjónustan sem haldin var í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 15. janúar sl. Athöfnin var sérstaklega helguð mannréttinda- baráttu samkynhneigðra og þá vísað í frumvarp sem liggur fyrir Alþingi þess efnis eða eins sagði á vefsíðu kirkjunnar:”…er ætlunin að eiga friðsæla, bæna og íhugunarstund þar sem þessi mál eru borin upp í Guðs helgidómi í trú von og kærleika.”

Hún var sérstök guðsþjónustan sem haldin var í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 15. janúar sl. Hún var sérstaklega helguð mannréttinda- baráttu samkynhneigðra og þá vísað í frumvarp sem liggur fyrir Alþingi þess efnis eða eins sagði á vefsíðu kirkjunnar:”…er ætlunin að eiga friðsæla, bæna og íhugunarstund þar sem þessi mál eru borin upp í Guðs helgidómi í trú von og
kærleika.”

Í guðsþjónustunni komu fram valinkunnir og landsþekktir tónlistarmenn, þau Bergþór Pálsson söngvari, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) söngkona ásamt hörpuleikaranum Moniku Abendroth. Þá söng Guðrún Gunnarsdóttir við undirleik Valgeirs Skagfjörðs.Þá söng kór Fríkirkjunnar undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur við undirleik Carls Möller. Kirkjugetir tóku undir.
Samkynhneigðir ásamt vinum og aðstandendum fjölmenntu í guðsþjónustuna sem og sókanrbörn kirkjunnar. Var kirkjan vel setin og eining og samhugur ríkti og fólk vissi að þessi stund var mikilvæg fyrir okkur öll. Hjörtur Magni Jóhannsson prestur Fríkirkjunnar hefur sótt um leyfi til að gefa samkynhneigð pör saman.Er hann fyrsti presturinn sem hefur stígið svo ákveðið fram úr röðum kristinna presta hér á landi varðandi umræðuna um rétt presta til
að vígja samkynhneigð pör.Er hann þar vel studdur af samstarfspresti sínum Ásu Björk Ólafsdóttur. Þau þjónuðu fyrir altari, en gáfu predikunarstólinn eftir til tveggja samkynhneigðra einstaklinga, þeirra Ragnhildar Sverrisdóttur og Sigursteins Mássonar. Ragnhildur ræddi í predikun sinni um viðhorf sitt til trúarinnar og hinnar íslensku kirkju. Mikilvægi hennar í lífi sínu og viðhorf kirkjunnar til sín.

Sigursteinn gerði að umtalsefni orð biskupsins yfir Íslandi um að fresta mannréttindum til handa samkynhneigðum og hví biskup þjóðkirkjunnar ætti að ráða hvaða lög fengju umfjöllun á Alþingi íslendinga og hvort hann ætti að ráða því hvort prestur í annarri kirkjudeild ætti að fá að vígja samkynhneigð pör. Þetta var einstök stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einstök fyrir þann kærleika sem söfnuður og prestar hennar sýndu í verki á þessum umrótartímum þegar
trúuðum samkynhneigðum er vísað til hliðar í þjóðkirkjunni. Eftir guðsþjónustuna var boðið uppá kaffisamsæti í safnaðarheimili Fríkirkjunnar þar sem kirkjugestir sameinuðust í gleði yfir góðum veitingum. Á safnaðarráð, söfnuðurinn, tónlistarmennirnir og ekki síst prestarnir, mikið þakklæti skilið fyrir eftirminnilega og sögulega stund.

-Viðar Eggertsson

Leave a Reply