Skip to main content
Fréttir

LISTENING TO MONSTERS, AND OTHER QUEER SUBJECTS

Lloyd Whitesell, prófessor í tónlist við McGill-háskólann í Montreal, heldur fyrirlestur við Listaháskóla Íslands þriðjudaginn 27. mars nk kl. 12:30. Fyrirlesturinn ber heitið “Listening to Monsters, and Other Queer Subjects.”

Lloyd Whitesell lauk BA-prófum í tónlist og þýskum bókmenntum frá Minnesota-háskóla og doktorsprófi í tónlistarsögu frá State University of New York. Hann hefur ritað mikið um hinsegin fræði og tónlist, og bók sem hann ritstýrði, Queer Episodes in Music and Modern Tonality (2002) hlaut Philip Brett-verðlaun Bandarísku tónlistarfræðisamtakanna. Hann vinnur nú að bók um kanadíska söngvaskáldið Joni Mitchell.

Í fyrirlestri sínum mun Whitesell tengja saman hinsegin fræði og tónlist og fjalla um hinsegin birtingarmyndir í hinum ýmsu verkum og stíltegundum, allt frá óperum Brittens til popptónlistar.

Fyrirlesturinn fer fram í græna sal, Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13, 3. hæð og verður á ensku.

-ÁHI

Leave a Reply