Janis 27 í íslensku óperunni er tónlistarhlaðið leikrit byggt á ævi og tónlist Janis Joplin. Höfundur leikritsins er Ólafur Haukur Símonarson. Hinar góðkunnu leikkonur Ilmur Kristjánsdóttir og Bryndís Ásmundsdóttir túlka söngkonuna í sýningunni í söng og tali, í leikstjórn reynsluboltans Sigurðar Sigurjónssonar.
JANIS 27
Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
– tónlistarhlaðið leikrit byggt á ævi og tónlist Janis Joplin –
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Hin goðsagnakennda Janis Joplin lifnar við í nýju verki Ólafs Hauks Símonarsonar, Janis 27. Verkið byggir á stuttu en litríku lífshlaupi söngkonunnar, sem lést af völdum fíkniefnaneyslu aðeins 27 ára gömul árið 1970.
Hrá og innblásin tónlist
Hinar góðkunnu leikkonur
Ilmur Kristjánsdóttir og Bryndís Ásmundsdóttir
túlka söngkonuna í sýningunni í söng og tali, í leikstjórn reynsluboltans Sigurðar Sigurjónssonar. Leikmynd hannar Finnur Arnar Arnarsson, búninga hannar Þórunn E. Sveinsdóttir og lýsing er á vegum þeirra Björns Bergsteins Guðmundssonar og Páls Ragnarssonar.
„Bryndís og Ilmur eru æði” – Gerður Kristný, Stöð 2
„Músíklega séð: Stórkostleg upplifun…Ég hélt ekki að
það væri nokkur söngkona á Íslandi sem gæti gert þetta.
Ég segi bara: Hallelúja! “ – Halla Sverrisdóttir, RÚV
„Ég gleymdi alveg öllu…frábær söngur
…flott skemmtun! – Þór Elís Pálsson, RÚV
„Stuð í óperunni” – Ingibjörg Þórisdóttir, Mbl.
„Dúndurmúsík!” – Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttabl.
Næstu sýn
ingar::
Föstud. 24.okt.08;
laugard. 1. nóv.,
föstud. 7.nóv.,
föstud. 14. nóv.
föstud. 14. nóv.;
laugard. 22. nóv.
föstud. 28. nóv.
Sýningarnar hefjast kl. 20.00
Nánari upplýsingar um Janis 27 og netsölu er að finna á vef Óperunnar www.opera.is
Miðaverð fyrir hópa, þ.e. 20 manns eða fleiri eru 2.900.-
Ath! Miðaverð fyrir 25 ára og yngri er 1.750.-
( Almennt miðaverð á Janis er kr. 3.500.- stúkusæti 4.500.- )
Nánari upplýsingar um hópferð í Óperuna er að fá hjá Eddu Jónasdóttur.
Með kærri kveðju
Edda Jónasdóttir,
Starfsmaður markaðssviðs Óperunnar, edda@opera.is. Beinn sími: 562-1077