Frettir Nærri þriðjungur samkynhneigðra ungmenna á Norður Írlandi hefur gert tilraun til sjálfsvígs ef marka má nýja breska rannsókn. Algengasta ástæðan er gróft einelti og jafnvel líkamlegt ofbeldi. Það var breska menntamálaráðuneytið sem lét framkvæma rannsóknina.
Auk þeirra 29 prósenta sem sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs kom í ljós að um helmingur samkynhneigðra unglinga sögðust einhvern tíman hafa orðið fyrir einelti. Þetta háa hlutfall leiðir af sér ýmis konar alvarleg félagsleg vandamál og vanlíðan. Til dæmis kom í ljós að samkynhneigðir unglingar eru tuttugu sinnum líklegri til að þjást af átröskunarsjúkdómum heldur en gangkynhneigðir jafnaldrar þeirra.
Réttindabarátta samkynhneigðra og almennt viðhorf samfélagsins á Norður Írlandi stendur langt að baki öðrum norður Evrópuþjóðum. Á síðasta ári kom til að mynda í ljós í skoðanakönnun að mörgum þar í landi þykja fordómar gegn samkynhneigðum ?réttlætanlegir og eðlilegir? eins og það var orðað. Um 80% samkynhneigðra sögðust verða reglulega fyrir aðkasti. Í kjölfarið á þessum niðurstöðum hafa réttindasamtök lesbía og homma á Írlandi (NIGRA) krafist þess að lögreglan grípi í taumana og taki hatursglæpi gegn lesbíum og hommum fastari tökum.
Heimild: PlanetOut.com
-HTS