Skip to main content
Fréttir

FAS: – Málþing með Prestafélagi Íslands

By 10. maí, 2004No Comments

Tilkynningar Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, FAS og Prestafélag Íslands halda málþing í safnaðarheimili Grensáskirkju, fimmtudaginn 13. maí n.k., kl. 17:00 ? 21:00.

Málþing um fjölskyldur samkynhneigðra og hjúskaparform.

Á málþinginu verður fjallað um:

1. Fjölskyldustefnu þjóðkirkjunnar
2. Er viðurkenning þjóðkirkjunnar gagnvart hjúskap/fjölskyldugerð samkynhneigðra mikilvæg?
3. Gefnar saman hjá sýslumanni ? hamingjusamar búum við með barni okkar
4. Hvað stríðir gegn vígslu/ritúali fyrir samkynhneigða?
5. Hvað þarf til að ?gera? gott hjónaband og fjölskyldu?
6. Kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal presta og djákna til samkynhneigðra og hjúskaparforms?

Eftir flutning erinda verða málefni rædd í umræðuhópum og niðurstöður kynntar. Boðið verður upp á súpu og kaffi. Tónlistarmaðurinn KK flytur okkur tónlist í upphafi málþings.

Félagar í samtökunum ´78 eru hvattir til að taka þátt í málþinginu og bjóða foreldrum og aðstandendum með sér. Þetta eru málefni sem brenna á okkur öllum, bæði samkynhneigðum og fjölskyldum þeirra.

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á málþingið hjá Samtökunum ´78. Sími: 552 7878 Netfang: skrifstofa@samtokin78.is eða Netfang FAS: fas@samtokinfas.is

Vinsamlega athugið! Skráning á málþingið þarf að vera virk – vegna súpugerðar annarra veitinga.

Samstarf FAS við Prestafélag Íslands hefur verið mjög ánægjulegt og gott og því er þátttaka í málþinginu mikilvæg. Það hefur sýnt sig að umræðan er til góðs og ryður brautina.

Sjáumst sem flest!

Stjórn FAS

Leave a Reply