Skip to main content
Fréttir

AFBROTIÐ NAUÐGUN: MÁLSTOFA Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI

By 24. nóvember, 2006No Comments

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi mun mun Mannréttindaskrifstofa Íslands efna til málfundar næstkomandi mánudag 27. nóvember.

Málfundurinn ber yfirskriftina Afbrotið nauðgun en fyrirlesari er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir sem mun fjalla um efni meistararitgerðar sinnar Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Erindið er á mörkum tveggja fræðisviða, annars vegar refsiréttar og hins vegar kvennaréttar. Þorbjörg leitast er við að svara því hvað felst í afbrotinu nauðgun í lagalegri merkingu en hún skoðar einnig að hvaða marki þolendur líta nauðgun öðrum augum en löggjafinn. Þá mun hún fjalla um hvort ástæða sé til að endurskoða skilgreiningu löggjafans á hugtakinu nauðgun.

Að loknu erindi er gefið tóm til fyrirspurna og umræðna. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Fundurinn fer fram Þjóðmenningarhúsi, Hringborðsstofu, kl. 12:15-13:00

Nánari upplýsingar veitir Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

S: 8950085

Leave a Reply