Skip to main content
Fréttir

TÓNLEIKAR Í FRÍKIRKJUNNI

Hörður Torfa
Tónleikar í
Fríkirkjunni
Föstudagskvöld 9. Maí 2008 kl. 21.00
Húsið opnað klukkan 19.30

Árið 1975 varð uppi fótur og fit í íslensku samfélagi þegar ungur þjóðþekktur leikari og tónlistamaður, Hörður Torfa, sté fram á sjónarsviðið og lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður. Með þessu storkaði hann hinu værukæra íslenska samfélagi sem leit á samkynhneigð sem glæp. Þann 9. mai 1978 kl. 21.00 tókst honum að koma saman hópi manna og stofna baráttusamtök samkynhneigðra, Samtökin´78, og var fyrsti formaður þeirra Guðni Baldursson. Áhrif Samtakanna þekkja allir í dag en um sögu samkynhneigðra á afmælisári félagsins má m.a fræðast í nýútkomnu afmælisriti

 

Hörður Torfa lagði ekki árar í bát því hann tók að ferðast vítt og breitt um landið með tónleika þar sem hann ræddi við fólk um mannréttindi í gegnum söngva sína og sögur. Saga Harðar er einstök saga friðsamrar og árangursríkrar baráttu einstaklings hér á landi.

 

Núna, nákvæmlega 30 árum frá stofnfundinum, heldur Hörður tónleika þar sem hann fer í gegnum baráttusögu sína og söngva. Þetta er einstakur viðburður.

Miðasala á MIDI.IS og við innganginn.

 

 

Leave a Reply