Skip to main content
Fréttir

NÝTT EFNI Á BÓKASAFNI

By 4. janúar, 2008No Comments

Safnverðir á bókasafninu vekja athygli á því að margt nýrra bóka og kvikmynda hefur borist upp á síðkastið. Þar er úrval nýrra og nýlegra bóka eftir Karin Kallmaker, JD Glass, Ellen Hart, Claire McNab, Nancy Sanra, Tove Janson (Fair Play/Rent spel), David Leavitt, Edmund White og Armistead Maupin svo nokkur skáld séu nefnd sem koma bókmenntaunnendum í okkar hópi kunnuglega fyrir sjónir. Af myndböndum vekur bókasafnið athygli á ýmsum spennandi titlum. Framhaldsþættirnir Dante‘ s Cove eru nú á safninu, Portrait of a Marriage er nú loksins líka til á DVD, einnig einnig 18 fyrstu þættirnir af þáttunum um Ellen, ef einhver skyldi vera búin að gleyma þeim, og meðal annarra titla má nefna OpenCam, Amnesia, Wild Tigers I Have Known og Nine Lives. Sjón er sögu ríkari.

Bókasafnið er opið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 20 – 23 og á laugardögum frá kl. 13 – 17.

-Samtökin ´78

Leave a Reply