Mánudaginn 30. apríl gerir utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, grein fyrir stefnu Íslands til eflingar og verndar alþjóðlegum mannréttindum á komandi árum í erindi sem hún heldur í rannsóknarhúsinu Borgum (anddyri) við Háskólann á Akureyri.
Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1946. Þegar samtökin voru stofnuð voru miklar vonir bundnar við starf þeirra og er svo enn. Þetta kemur líklega hvergi betur fram en í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna en þar kemur fram að aðildarríkin skuldbinda sig til aðgerða sem stuðla að og efla almenna viðurkenningu á mannréttindum og grundvallarfrelsi, án nokkurrar mismununar. Mannréttindi eru samkvæmt því einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu.
Dagskrá
12.05 Setning: Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti HA
12.10 Mannréttindi í breiðu samhengi: Guðmundur Alfreðsson, prófessor RWI og HA
12.25 Mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra.
13.10 Veitingar