Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember 2007
Opið hús, skemmtidagskrá og fleira að Hverfisgötu 69
Á síðasta ári samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að einkunnarorð
alþjóðlega alnæmisdagsins til næstu fimm ára yrðu:
Stöndum við loforð okkar, stöðvum alnæmisfaraldurinn
Hugleiðing alþjóðlega alnæmisdagsins í ár:
Tökum forystu í eigin hendur!
Að vanda verður opið hús hjá Alnæmissamtökunum þann 1. desember.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti milli kl. 15.00 og 18.00. Flutt verða tónlistaratriði og fl. Kl. 16:00 mun Margrét Pálmadóttir söngdíva – ásamt með öllu öðru – mæta með sérvöldum listamönnum og taka nokkur lög. Kl. 17:00 mun Edda Andrésdóttir og Óttar M. Norðfjörð lesa úr bókum sínum.
Allir félagsmenn, hiv-jákvæðir, vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir!
Alnæmissamtökin standa fyrir blysför þann 1. desember í minningu þeirra er látist hafa úr alnæmi. Gangan hefst kl. 18.30 við gatnamót Laugavegs og Skólavörðustígs og verður gengið að Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem kveikt verður á friðarkertum og þau látin mynda rauða borðann – alnæmisslaufuna. Göngu lýkur með stuttri athöfn í Fríkirkjunni.
-Alnæmissamtökin á Íslandi