Skip to main content
Fréttir

Hreiðar Ingi Þorsteinsson gefur út lög sín – Útgáfutónleikar í Domus Vox

By 6. nóvember, 2002No Comments

Tilkynningar Það verður algjör kaffihúsastemning í tónleikahúsinu Domus Vox, Skúlagötu 30, fimmtudagskvöldið 21. nóvember þegar kynnt verður nýútkomin nótnabók Hreiðars Inga Þorsteinssonar STRAX EÐA ALDREI. Tónskáldakvöld kjósum við að kalla það, en undir kertaljósum og veitingum munu vinir Hreiðars Inga flytja verk úr þessari 25 laga söngbók.

Fram koma Valgerður Guðnadóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Bjarni Snæbjörnsson og Iwona Ösp Jagla. Einnig Bentína Sigrún Tryggvadóttir. Þá mun Hólmfríður Jóhannesdóttir flytur efni af nýrri plötu, Rautt silkiband og Páll Óskar & Monika flytja efni af plötunni Ef ég sofna ekki í nótt. Loks syngur kór Verzlunarskólans nokkur lög.

Húsið opnar kl. 21, en tónleikarnir hefjast kl. 21:30.

Aðgangur er ókeypis.

Bókin verður seld á tónleikunum, en fæst einnig í Tónastöðinni og í Bókabúðum Máls og menningar á 2.500 kr.

Leave a Reply