Stjórn Samtakanna ´78 óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu og gengis á komandi ári! Megi nýtt ár festa mannréttindi á Íslandi enn frekar í sessi og vera öðrum þjóðum góð fyrirmynd um réttlátt samfélag!!
Kæru landsmenn!
Þann 27. júni 2006 tóku í gildi lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem tryggja íslenskum lesbíum og hommum svo til sömu lagalegu réttindi og öðrum þegnum. Leiðin að þessari leiðréttingu á lögum var torfær og sjaldnast auðveld en með samstilltu átaki hreyfingar samkynhneigðra og framsækinna íslenskra stjórnmálamanna tókst á endanum að færa Ísland í fremstu röð þeirra ríkja þar sem réttindi samkynhneigðra eru virt. Fyrir það eru íslenskir hommar og lesbíur þakklát.
Stjórn Samtakanna ´78 óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu og gengis á komandi ári! Megi nýtt ár festa mannréttindi á Íslandi enn frekar í sessi og vera öðrum þjóðum góð fyrirmynd um réttlátt samfélag!!
-Stjórn Samtakanna ´78