Skip to main content
Fréttir

MANCHESTER CITY BERST GEGN HÓMÓFÓBÍU

By 31. ágúst, 2006No Comments

Fyrr á árinu aðvaraði enska knattspyrnusambandið knattspyrnulið við því að hómófóbía sé ekki ásættanleg í knattspyrnu. Fá félög hafa hins vegar tekið á þessu máli hingað til. Breska úrvalsdeildarliðið Manchester City er þó undantekning, en þar á bæ hafa forráðamenn liðsins leitað til Stonewall samtakanna til þess að vinna að átaksverkefni gegn hómófóbíu. Átakið nefnist “Diveristy Champions”.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að fótbolti er þjóðaríþrótt á Englandi og þar í landi, líkt og víðar, er íþróttin tekin mjög alvarlega á meðal fjölmargra heitra stuðningsmanna. Því miður hefur margs konar ofbeldi tengst þessari íþrótt og birtist það meðal annars í formi ýmiss konar hómófóbískra fúkyrða og aðdróttanna innan vallar sem utan.

Fyrr á árinu aðvaraði enska knattspyrnusambandið knattspyrnulið við því að hómófóbía sé ekki ásættanleg í knattspyrnu. Fá félög hafa hins vegar tekið á þessu máli hingað til. Breska úrvalsdeildarliðið Manchester City er þó ánægjuleg undantekning, en þar á bæ hafa forráðamenn liðsins leitað til Stonewall samtakanna til þess að vinna að átaksverkefni gegn hómófóbíu. Átakið nefnist Diveristy Champions en það er verkefni sem þótt hefur takast mjög vel þar sem það hefur verið notað innan stórfyrirtækja á Bretlandseyjum. Meðal þess sem verkefnið felur í sér er fræðsla til aðdáenda liðsins, nýliða og annara sem að liðinu koma. Einnig nær það til kynningar og markaðsstarfs liðsins. Manchester City er fyrsta knattspyrnuliðið á Bretlandi sem ræðst í átak sem þetta, og ræður þar að auki samtök samkynhneigðra sér til ráðgjafar.

Samstarfið felur ekki einungis í sér það markmið að uppræta hómófóbíu heldur miðast það einnig við að draga að fleiri samkynhneigða leikmenn og áhorfendur. Ben Summerskill leiðtogi Stonewall samtakanna segir að hér sé í raun um sigur allra að ræða. Hann bendir á að margt samkynhneigt og gagnkynhneigt fjölskyldufólk forðist að fara á deildarleiki vegna þess margháttaða munnlega ofbeldis sem viðgengst meðal margra þeirra sem sækja fótboltaleiki. Því muni þetta átak leiða til þess að fá fleira fjölskyldufólk láti sjá sig á knattspyrnuleikjum. Ástand á breskum fótböltavöllum hefur batnað mikið á undanförnum árum og verður hið nýja átak Manchester City vonandi enn eitt skrefið í þá átt.

-GE

 

 

Leave a Reply