Skip to main content
Fréttir

HINSEGIN DAGAR NÁLGAST

By 22. júlí, 2007No Comments

Sala á VIP-kortum hafin Verkstæði opnað í vikunni Nú nálgast Hinsegin dagar og samstarfsnefndin er óðum að hnýta síðustu hnúta fyrir hátíðina. HINSEGIN DAGAR NÁLGAST
Sala á VIP-kortum hafin
Verkstæði opnað í vikunni
 
Nú nálgast Hinsegin dagar og samstarfsnefndin er óðum að hnýta síðustu hnúta fyrir hátíðina. Stefnt er að því að opna verkstæði hátíðarinnar fimmtudaginn 26. júlí kl. 20, þar sem áður var verkstæði Ræsis á horni Skúlagötu og Höfðatúns. Opnunartímar verða nánar kynntir síðar, en verkstæðisformaður hátíðarinnar, Fríða Agnarsdóttir (sími 866 8246) veitir allar nánari upplýsingar þegar aðstaðan er komin í gagnið.
 
VIP-kort Hinsegin daga eru nú til sölu í félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á mánudags- og fimmtudagskvöldum, kl. 20-23:30. Þau kosta 5.900 kr. og veita aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar og í kaupbæti fá korthafar bol hátíðarinnar og bland í poka.
 
Frá mánudeginum 30 júlí verður hægt að kaupa VIP-kort, boli og minjagripi hátíðarinnar á bókasafni Samtakanna ´78, alla virka daga milli kl. 13-18. Einnig á hefðbundnum opnunarkvöldum, mánudaga og fimmtudaga, í félagsmiðstöð.
 
Hinsegin dagar hvetja fólk til tryggja sér VIP-kort í tíma. Þau spara útgjöld, auðvelda inngöngu á dansleiki, og eru um leið mikilvægur stuðningur við hátíðina.
 
Það fólk sem hyggst vera með atriði í gleðigöngunni er hvatt til þess að tilkynna það sem allra fyrst til Katrínar Jónsdóttur göngustjóra (sími 867 2399) eða Heimis Más Péturssonar framkvæmdastjóra (sími 862 2868) og skrá jafnframt atriðin á þar til gert eyðublað á vefsíðunni http://www.gaypride.is/  Skráning er skilyrði hér og einföld í framkvæmd. Eins hvetjum við þátttakendur til að kynna sér um leið hvaða reglur gilda um farartæki og öryggi í göngunni. Það er mjög mikilvægt að fólk skrái sig tímanlega til að tryggja sér fyrirgreiðslu varðandi hljóðkerfi og annað sem tilheyrir í vel heppnaðri göngu.
 
Enn vantar röska, ábyrga og glaðlynda sjálfboðaliða í ýmis verk af ólíku tagi. Hafið samband við okkur á vaktinni á bókasafni Samtakanna á næstunni.
 
HINSEGIN DAGAR Í REYKJAVÍK – GAY PRIDE

Leave a Reply