Helgina 7-9 september verður Bears on ice haldið í þriðja skiptið í Reykjavík. Sem fyrr er viðburðurinn skipulagður af Gayice í samstarfi með klúbbnum Come to daddy í London en með honum í för er DJ Ben Jamin sem spilar m.a. reglulega á hinum víðfræga Heaven í London sem og klúbbum eins og Matinee, Chunk, Dirty Fairy, Crash. Helgina 7-9 september verður Bears on ice haldið í þriðja skiptið í Reykjavík. Sem fyrr er viðburðurinn skipulagður af Gayice í samstarfi með klúbbnum Come to daddy í London en með honum í för er DJ Ben Jamin sem spilar m.a. reglulega á hinum víðfræga Heaven í London sem og klúbbum eins og Matinee, Chunk, Dirty Fairy, Crash.
Dagskráin stendur yfir frá föstudegi til sunnudags en meðal þess sem verður boðið uppá er hvalaskoðun og opnunarpartý á föstudeginum, top-off kvöld í MSC, ferð í Bláa lónið á laugardeginum og strákaball á Barnum að Laugavegi 22 þar sem Benjamin Carroll mun spila alla heitustu tónlistina á Lundúnarsenunni en hann spilar sem fyrr segir reglulega á hinum víðfræga Heaven í London.
Bears on ice er fyrir alla karla á öllum aldri sem vilja skemmta sér með öðrum karlmönnun. Aðalsmerki ‘bangsasenunnar’ að skapa afslappað og skemmtilegt andrúmsloft þar sem allir karlmenn fá að njóta sín eins og þeir eru. Hægt er að kaupa miða á einstaa viðburði eða passa sem gildir á alla viðburði helgarinnar.
Dagskrá Bears on Ice 2007
Föstudagur 7. september
17:00 – Hvalaskoðun & welcome party. Farið með Eldingu frá Reykjavíkurhöfn.
21:00 – Opið hús í Samtökunum ’78.
23:30 – Top-off party í MSC.
Laugardagur 8. September
14:00 – Ferð í bláa lónið. Brottför frá Lækjargötu fyrir neðan MR.
20:00 – 22:00 – Happy hour á Q-Bar
00:00 – Strákaball á Barnum
Sunnudagur 9. September
11:30 – Farewell brunch á Jómfrúnni
Allar nánari upplýsingar eru að finna á vef Bears on Ice. Einnig er hægt að senda tölvupóst á pr@gayice.is
-GayIce