Skip to main content
Fréttir

BÆTT RÉTTARSTAÐA SAMKYNHNEIGÐRA Í BANDARÍKJUNUM?

By 8. nóvember, 2007No Comments

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp til laga um bætta réttarstöðu samkynhneigðra Bandaríkjamanna á vinnumarkaði. Nái frumvarpið fram að ganga verður atvinnurekendum bannað að segja upp fólki eða sniðganga það við ráðningar vegna kynhneigðar.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp til laga um bætta réttarstöðu samkynhneigðra Bandaríkjamanna á vinnumarkaði. Nái frumvarpið fram að ganga verður atvinnurekendum bannað að segja upp fólki eða sniðganga það við ráðningar vegna kynhneigðar.

Frumvarpið var sammþykkt með nokkrum meirihluta, 235 atkvæðum gegn 185 en það dugar þó ekki til þess að ógilda neitunarvald Georges W. Bush forseta – til þess þarf tvo þriðju atkvæða. Bush hefur lýst sig andvígan frumvarpinu og hyggst beita neitunarvaldi gegn því. Í 30 ríkujum Bandaríkjanna er fyllilelega löglegt að reka fólk úr vinnu eingöngu vegna kynhneigðar þess. Ólíklegt er að á því verði breyting á næstunni þrátt fyrir samþykkt fulltrúadeildarinnar nú.

-HTS

 

 

Leave a Reply