Skip to main content
Fréttir

MANNRÉTTINDAFULLTRÚI SÞ HVETUR TIL ALÞJÓÐLEGRA RÉTTINDA LESBÍA OG HOMMA

By 22. ágúst, 2006No Comments

Louise Arbour, mennréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði ráðstefnu um mannréttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks sem haldin var í tengslum við Outgames í Montreal í Kanada fyrr í sumar. Þar sagði hún meðal annars að rétturinn til einkalífs ætti ekki einungis að vernda fjölskyldur og heimili heldur tæki einnig til kynhneigðar fólks: „Það eru bein tengsl á milli þess að leyfa ekki grundvallar rétt til einkalífs og þess viðvarandi ofbeldis sem beinist gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transgender fólki um allan heim.“ Louise Arbour, mennréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði ráðstefnu um mannréttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks sem haldin var í tengslum við Outgames í Montreal í Kanada fyrr í sumar. Um 2000 manns sóttu ráðstefnuna. Þar sagði hún meðal annars að rétturinn til einkalífs ætti ekki einungis að vernda fjölskyldur og heimili heldur tæki einnig til kynhneigðar fólks: „Það eru bein tengsl á milli þess að leyfa ekki grundvallar rétt til einkalífs og þess viðvarandi ofbeldis sem beinist gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transgender fólki um allan heim.“ Hún hvatti alla þá sem berjast fyrir mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks að halda baráttu sinni áfram. Þá hafnaði hún því að siðir einstakra landa réttlætti „svívirðingar, árásir, pyntingar og morð á fólki vegna þess hver þau eru eða haldið er að þau séu.”

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg og félagsleg réttindi hafnaði í janúar á þessu ári umsókn ILGA, alþjóðlegum samtökum samkynhneigðra, um aðild að ráðinu, en slík aðild hefði veitt þeim rétt til að sækja fundi innan samtakanna með áheyrnar- og tillögurétt. Bandaríkin voru í fararbroddi þeirra sem höfnuðu aðildinni ásamt Kína, Zimbabwe og Cameroon, en í þremur síðast nefndu ríkjunum er ástand mannréttindamála samkynheigðra mjög bágborið. Ríkisstjórn George Bush hefur einnig verið andvíg alþjóðlegum mannréttindasáttmálum til verndar börnum og konum, og ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar hans á sviði mannréttindamála hafa hvað eftir annað vakið hörð viðbrögð umheimsins.

-GE

Leave a Reply