Skip to main content
Fréttir

MERKI SAMTAKANNA ´78 VINNUR TIL VERÐLAUNA

By 13. ágúst, 2007No Comments

Lógó Samtakanna ´78, sem hannað var Bjarka Lúðvíksyni hönnuði hjá Hvíta húsinu, vann Evópsku hönnunarverðlaun Eulda í ár. Eulda er hönnunarkeppni sem hefur það að markmmiði að verðlauna bestu vörumerki og lógó sem hönnuð eru í Evrópu. Verðlaunalógóið er hér til hliðar. Lógó Samtakanna ´78, sem hannað var Bjarka Lúðvíksyni hönnuði hjá Hvíta húsinu, vann Evópsku hönnunarverðlaun Eulda í ár. Eulda er hönnunarkeppni sem hefur það að markmmiði að verðlauna bestu vörumerki og lógó sem hönnuð eru í Evrópu og dómnefndina skipa 30 manns víðs vegar að úr álfunni, m.a fulltrúar hönnuða, viðskiptavina og neytenda. Í umsögn dómnefndar segir meðal annrars:

„Merkið var hannað fyrir Samtökin ´78, félag lesbía og homma Íslandi. Tölustafirnir eru líflegir og litríkir líkt og meðlimir félagsins og standa þétt saman sem tákn um samtakamátt þeirra. Litirnir minna á regnbogafánan, alþjóðlegan fána samkynneigðra en hann stendur fyrir fjölbreytni og von. Á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan félagið var stofnað árið 1978 (sbr. nafnið) hefur því tekist að gerbreyta stöðu samkynhneigðra á Íslandi, og með hinu nýja lógói er þeim árangri fagnað.“

Í viðurkenningarskyni verður lógóið birt í European Logo Design árbókinni Eulda Yearbook 2007. Samtökin óska Bjarka Lúðvíkssyni hjartanlega til hamingju með árangurinn!

-HTS

Leave a Reply