Skip to main content
Fréttir

REGNBOGAMESSA Á AÐVENTU Í FRÍKIRKJUNNI Í REYKJAVÍK

By 28. nóvember, 2006No Comments

Sunnudaginn 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður fyrsta regnbogamessa vetrarins haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og er þetta jafnfram almenn aðventumessa. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir predikar og þjónar fyrir altari, en Anna Sigríður Helgadóttir leiðir almennan safnaðarsöng. ÁST, Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf, stendur að undirbúningi athafnarinnar ásamt prestum og starfsfólki Fríkirkjunnar.

Messan í Fríkirkjunni er öllum opin og vonandi sjá sem flest okkar ástæðu til að koma og taka þátt í athöfninni.

ÁST – Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf

Leave a Reply