Skip to main content
Fréttir

REYKJAVÍKURMARAÞON – HLAUPUM TIL STUÐNINGS SAMTÖKUNUM ´78

By 6. júlí, 2007No Comments

Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 18. ágúst og verða fjórar vegalengdir í boði, auk Latabæjarmaraþonsins sem er fyrir börn á öllunm aldri. Glitnir bryddar nú upp á þeirri nýjung að heita á þá viðskiptavini sína sem taka þátt í hlaupinu. Viðskiptavinirnir ákveða sjálfir vegalengdina og velja hvaða góðgerðarsamtök njóta góðs af þátttökunni. Glitnir greiðir síðan 500 krónur til góðgerðarmála fyrir hvern kílómetra sem þeir hlaupa.

Samtökin ´78 hvetja að sjálfsögðu fólk til þess að heita á félagið, en allt það fé sem safnast með þessum hætti rennur óskipt til fræðslumála. Aðrir, sem ekki eru í viðskiptum við Glitni, geta einnig heitið á viðskiptavini bankans sem taka þátt í hlaupinu með því að skrá áheitin á Maraþonvefsíðunni. Þannig hvetja þeir viðkomandi til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Þú skráir þig til hér

Þú heitir á hlaupara hér

-HTS

Leave a Reply