Á dögunum kvað hæstiréttur Ísrael upp úrskurð þess efnis að hjónabönd samkynhneigðra sem hafa verið löggilt í öðrum ríkjum, skuli viðurkennd þar í landi ef viðkomandi pör flytja til landsins og taka þar fasta búsetu.
Á dögunum kvað hæstiréttur Ísrael upp úrskurð þess efnis að hjónabönd samkynhneigðra sem hafa verið löggilt í öðrum ríkjum, skuli viðurkennd þar í landi ef viðkomandi pör flytja til landsins og taka þar fasta búsetu.
Einn dómari af sjö lagðist gegn úrskurðinum og benti í því sambandi á að vilji hæstaréttar muni trúlega valda miklum úlfaþyt meðal strangtrúaðra gyðinga og annarra harðra íhaldsafla í Ísrael. Einnig er talið vafasamt að úrskurður hæstaréttar hafi þau réttaráhrif sem til er ætlast. Rabbínar einir hafa nú rétt til að gefa saman hjón þar í landi eða slíta hjúskap að lögum og geta haft nokkur áhrif á réttarstöðu erlendra hjóna af sama kyni sem setjast að í Ísrael.
Associated Press / www.advocate.com