Skip to main content
Fréttir

Síðdegiskaffi á laugardegi – Gegn heimilis- og kynferðisofbeldi

By 7. október, 2002No Comments

Tilkynningar Samtökin ´78 og KMK bjóða í

Síðdegiskaffi á laugardegi 26. október á Laugavegi 3 – kl. 14

Gegn heimilis- og kynferðisofbeldi

Umræða um ofbeldi innan veggja heimilisins er viðkvæmt mál í okkar þjóðfélagi, en með vaxandi þekkingu erum við smám saman að læra að tala um alla þætti lífsins, líka þá sem viðkvæmir eru og hafa að mestu legið í þagnargildi. Um þessar mundir kemur út bókin Ekki segja frá eftir Írisi Anítu Hafsteinsdóttur, og í síðdegiskaffi á laugardegi 26. október mun hún heimsækja félagsmiðstöð Samtakanna ´78, segja frá tilurð bókarinnar og kynna hana. Síðan eru frjálsar umræður þar sem meðal annars verður vikið að þeim rannsóknum sem til eru á fjölskyldu- og heimilisofbeldi eins og það snýr að samkynhneigðum.

Sjáumst laugardaginn 26. október á Laugavegi 3 – kl. 14.

Leave a Reply