Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er kveðið á um að trúfélögum verði veitt heimild til þess að gefa saman pör í staðfesta samvist. Þetta kemur fram í kafla sáttmálans um jafnréttismál undir fyrirsögninni Jafnrétti í reynd.
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er kveðið á um að trúfélögum verði veitt heimild til þess að gefa saman pör í staðfesta samvist. Þetta kemur fram í kafla sáttmálans um jafnréttismál undir fyrirsögninni Jafnrétti í reynd.
Þegar slíkt heimildarákvæði verður orðið að lögum verða öll réttindi og skyldur staðfestrar samvistar samkynhneigðra og hjúskapar gagnkynhneigðra í reynd þær sömu. Eðlilegt næsta skref væri þá að lög um staðfesta samvist hverfi og ein hjúskaparlög samkynhneigðra og gagnkynhneigðra líti dagsins ljós, með sama nafni, í sama lagabálki.
-HTS