Hin árlega Góugleði KMK verður haldin laugardaginn 3. mars næstkomandi kl. 20 í Flugvirkjasalnum Borgartúni 22. Gleðin verður öll með hinu glæsilegasta móti þar sem matur, gleði, glens og dans verður í hávegum haft.
Hin árlega Góugleði KMK verður haldin laugardaginn 3. mars næstkomandi kl. 20 í Flugvirkjasalnum Borgartúni 22. Gleðin verður öll með hinu glæsilegasta móti þar sem matur, gleði, glens og dans verður í hávegum haft.
Maturinn verður í suðrænni sveiflu eða svokallað fantasíuhlaðborð. Veislustjóri verður Sigríður Klingenberg og mun hún halda konum við efnið með ýmiskonar uppákomum fram eftir kvöldi. Leikkonan Brynja Valdís verður með skemmtiatriði og Idolstjarnan Ylfa mun syngja fyrir veislugesti. Loks munu Eva María og Doddi þeyta skífurnar fram á nótt.
Miðaverð er 4.200. Miðar verða seldir á skrifstofu Samtakanna 78, Laugavegi 3, alla virka daga frá kl. 13 – 17 og á mánudags- og fimmtudagskvàldum. Aðeins er tekið við reiðufé (hraðbanki beint fyrir utan). Athugið að miðafjöldi er takmarkaður, fyrstur kemur fyrstu fær.
Eftir kl. 23 kostar 1.200 kr. inn á ballið.
Þá er bara að setja sig í gírinn og byrja að hlakka til!
-Stjórn KMK