Tilkynningar Miðvikudaginn 27. apríl verður opinn fundur hjá FAS í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4.h. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Sýnd verður norska myndin ?BE-skitne, syndige meg?. Hún fjallar um Björn Erik – samkynhneigðan, ungan kristinn mann sem fór frá heimili sínu 1992 og hefur ekki spurst til síðan. Myndin er byggð á dagbók Björns Eriks sem fannst eftir hvarf hans og viðtölum við fjölda einstaklinga, samkynhneigða og gagnkynhneigða, meðal annars presta sem eru ýmist með eða á móti samkynhneigð. Sr. Sigfinnur Þorleifsson mun kynna myndina og leiða umræður á eftir.
Fundurinn er öllum opinn. FAS – félag aðstandenda samkynhneigðra